fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 15:03

Maríanna Pálsdóttir. Mynd til hægri/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir, eigandi Umi Studio, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar, um að ungar stúlkur, allt niður í átta ára, eyði nokkrum klukkustundum að hafa sig til fyrir skóla og alls konar viðburði, vera umhugsunarefni fyrir foreldra.

Umrædd rannsókn er á vegum Northwestern Medicine og fjallar um húðrútínur á TikTok og hversu skaðlegar þær geti verið ungum stúlkum. Leiddi rannsóknin það í ljós að stelpur á táningsaldri, nota að meðaltali sex húðvörur daglega, oft dýrar og ertandi.

Maríanna ræddi um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Það er kannski er ekkert eðlilegt við það að rífa sig upp klukkan fimm, hálf sex á morgnanna til þess að fara að farða sig inn í daginn,“ segir hún og bætir við að þetta sé raunverulegur vandi.

„Og þær eru bara stór hópur af ungum konum í dag sem þurfa að stija undir því í dag að það eru áhrifavaldar þarna úti sem eru að búa til sérstakar húðrútínur og ekki bara það heldur núna eru þetta líka farðanir og þú þarft að eiga þetta og hitt.“

Eru foreldrarnir að leyfa þetta?

Allt að 8 til 10 ára gamlar stúlkur eru að vakna fyrr til að „gera sig til“ fyrir skóla.

„Þá finnst mér þurfa að skoða hvar vandinn er. Eru foreldrar raunverulega að leyfa þetta, eru foreldrarnir í alvörunni að taka undir það að dóttir þeirra vakni klukkan fimm, hálf sex til að fara í gegnum þetta allt,“ segir hún.

„Svo er þetta líka þannig, það eru kannski jól, það er aðfangdadagur og þú ert bara að fara að borða með fjölskyldu þinni og þú þarft í alvörunni að taka 3-4 klukkutíma í prepp fyrir útlitið þitt, til þess að sitja við matarborðið með mömmu og pabba. Ég hef líka heyrt [dæmi um] svona.“

Fjórir tímar

Maríanna nefnir dæmi. „Ég var niðri á stofu um daginn og þá segir ung stúlka: Mamma, við verðum að drífa okkur, ég þarf að hafa mig til.“

Maríanna segir að mamman hafi sagt við stelpuna að þær gætu verið rólegar, það væru fimm tímar til stefnu en þá hafi stúlkan sagt: „Já, en það mig tekur fjóra tíma að hafa mig til.“ Svona eru krakkarnir farnir að stýra ferðinni.“

Snyrtifræðingurinn ræddi þetta nánar í þættinum og má hlusta á heildarinnslagið hér eða hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða