fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“

Fókus
Fimmtudaginn 12. júní 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn bandaríski Brandon Swanson, 19 ára, var að tala við foreldra sína í símann þegar hann sagði allt í einu: „Ó, sjitt“ og hvarf sporlaust.

Það var eins og jörðin hafi gleypt hann. Ekkert fannst sem gat gefið til kynna hvað hafi orðið um hann en ýmsar kenningar hafa verið á sveimi í gegnum árin og telja sumir að eitthvað yfirnáttúrulegt hafi gerst, til dæmis að Brandon stigið inn í aðra vídd.

Brandon Swanson.

Þetta var þann 14. maí 2008 í Minnesota í Bandaríkjunum þegar Brandon var á leið heim eftir skemmtun og ákvað að keyra bóndaveginn heim í stað þess að fara þjóðveginn. Hann keyrði ofan í skurð og festi bílinn og hringdi í foreldra sína og bað þá um að sækja sig. Hann sagðist vera ómeiddur en vissi ekki nákvæmlega hvar hann var og sagðist ætla að labba áleiðis svo auðveldara væri að finna hann.

Símtalið varði í 47 mínútur og fóru foreldrar hans á móti honum til að finna hann. Brandon sagðist sjá ljós í fjarlægð og að hann ætlaði að ganga að því. En svo allt í einu sagði Brandon: „Ó, sjitt“ og símtalið slitnaði.

Brandon skilaði sér ekki heim og höfðu foreldrar hans samband við lögreglu, sem tók fyrst málinu ekki alvarlega en þegar það var ljóst að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað var umfangsmikil leit sett af stað. Hundar, þyrlur, drónar og sjálfboðaliðar hjálpuðu lögreglunni, en það var eins og jörðin hafi gleypt Brandon.

Lögreglan skoðaði símagögn Brandon og þá kom í ljós að Brandon var á allt öðrum stað en hann hélt. Þetta ýtti undir þá tilgátu að hann hafi týnst í myrkrinu og villst af leið en sú kenning útskýrir ekki af hverju Brandon – eða lík hans – fannst aldrei og engin ummerki um hann á þessum sautján árum síðan hann hvarf.

Kenningar og getgátur

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um örlög Brandon. Ein vinsæl kenning er sú að hann hafi dottið í á, brunn, eða holu, eða orðið fyrir annars konar slysi.

Aðrir leita skýringa í yfirnáttúrulegum þáttum og telja málið minna á „glitches in the matrix“ – þegar fólk hverfur án nokkurrar rökrænnar skýringar.

Breytt lög

Hvarf Brandon varð til þess að lög í Minnesota voru endurskoðuð. Áður hafði lögregla leyft sér að bíða með viðbrögð við hvarfi fullorðins einstaklings. Eftir áralanga baráttu fjölskyldu hans var svokölluð „Brandon’s Law“ samþykkt, sem kveður á um að lögregla verði að bregðast tafarlaust við hvarfstilkynningu, óháð aldri viðkomandi.

Fjölskylda Brandon hefur síðan þá talað opinberlega um missinn og þrýst á áframhaldandi rannsóknir. Faðir hans sagði síðar að honum hefði strax fundist sem eitthvað slæmt hefði gerst, en hann hefði aldrei getað ímyndað sér að sonur sinn myndi hverfa án þess að vita hvernig.

Í dag eru liðin yfir 17 ár frá því Brandon Swanson hvarf. Málið er enn opið og óleyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu