fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sumarfrí Helgu í Vaglaskógi tók óvænta stefnu – „Já, það snjóar ennþá“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, það snjóar ennþá og hitinn er við frostmark,“ segir Helga María Stefánsdóttir sem er stödd í sumarfríi með eiginmanni sínum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.

Töluverð snjókoma hefur verið á svæðinu síðustu klukkustundirnar en eins og flestum ætti að vera kunnugt er í gildi appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðan hríðar, snjókomu og slyddu.

Eins og myndbandið hér að neðan gefur til kynna er ekki margt sem gefur til kynna að komið sé vor í Vaglaskógi, hvað þá sumar, en Helga er í hjólhýsi á svæðinu ásamt nokkrum fjölda ferðamanna að hennar sögn.

Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan 13 í dag, en á vef Veðurstofunnar segir: „Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla.“

Aðspurð hvort þau hyggist þrauka segir Helga að ekki sé annað í boði. „Við verðum að hugsa um dótið okkar og þetta er það þungur snjór að hann sligar fortjöldin,“ segir hún.

Bendir hún á hún sé með gasgrillið og ofninn í fortjaldinu í gangi til að halda snjónum ofan af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast