fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Aftakaveður í dag: „Nú í morgunsárið er víða snjókoma eða slydda“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu fram eftir degi og sums staðar fram á kvöld. Veðurspár virðast ætla að ganga eftir en appelsínugular viðvaranir eru í gildi á norðan- og austanverðu landinu sem og undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu.

Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 8 til 17. Gert er ráð fyrir norðan 13-20 m/s með snörpum vindhviðum. Fólk er hvatt að tryggja lausamuni sem geta fokið. Á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi eru appelsínugular viðvaranir í gildi. Þar verður hvasst og snjókoma eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að djúp lægð við Færeyjar valdi norðan óveðri hjá okkur í dag.

„Yfirleitt allhvass eða hvass vindur en stormur í vindstrengjum sunnanlands. Nú í morgunsárið er víða snjókoma eða slydda á Norður- og Austurlandi, en í dag hlýnar á þeim slóðum með talsverðri rigningu á láglendi. Sunnan heiða verður úrkoman mun slitróttari. Hiti 3 til 9 stig síðdegis og þá fer heldur að draga úr vindi. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og er fólk hvatt til að kynna sér aðstæður áður en haldið er í ferðalög.“

Að sögn veðurfræðings verður lægðin á svipuðum slóðum á morgun en grynnist smám saman.

„Áttin verður því áfram norðlæg, víða 10-18 m/s en heldur hægari seinnipartinn. Rigning um landið norðanvert og slydda eða snjókoma til fjalla, en þurrt að mestu sunnanlands. Hiti frá 2 stigum í innsveitum fyrir norðan upp í 12 stig syðst. Á fimmtudag og föstudag gera spár svo ráð fyrir áframhaldandi kaldri norðanátt, en vindur og úrkomuákefð ættu þó að fara minnkandi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðan 10-18 m/s, en 8-15 seinnipartinn. Rigning um landið norðanvert og hiti 2 til 7 stig, sums staðar talsverð úrkoma fram eftir degi. Þurrt að kalla sunnan heiða með hita 7 til 13 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðan og norðvestan 8-15 og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10, skýjað með köflum og dálitlar skúrir eða slydduél á víð og dreif. Hiti 2 til 11 stig, mildast syðst.

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða dálitlar skúrir. Hlýnar lítillega.

Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Austlæg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Hiti 5 til 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“