fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hávær orðrómur í Rússlandi – Reynt að drepa Pútín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. júní 2025 03:15

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum fóru margir rússneskir herbloggarar mikinn og héldu því fram að reynt hefði verið að drepa Vladímír Pútín.

Voru Úkraínumenn sagðir hafa verið að verki. Ekkert hefur verið gefið út um þetta opinberlega en herbloggararnir virtust margir hverjir ansi vissir í sinni sök.

BT segir að þetta snúist um heimsókn Pútíns til héraðsins Kúrsk en þar hafa úkraínskar hersveitir tekist á við rússneskar hersveitir mánuðum saman í kjölfar þess að Úkraínumenn lögðu töluverðan hluta héraðsins undir sig síðasta sumar.

Fyrir nokkrum vikum sögðu Rússar að þeim hefði tekist að hrekja Úkraínumenn alfarið frá héraðinu en því eru Úkraínumenn nú ekki sammála.

En til að fagna þessu heimsótti Pútín Kúrsk þann 20. maí.  En miðað við skrif herbloggarana þá hefði heimsóknin getað endað hörmulega fyrir Pútín.

Herbloggararnir segja að Pútín hafi verið fluttur á milli staða í herþyrlu og að skyndilega hafi úkraínskir drónar ráðist á þyrluna.

Einn herbloggarinn, sem er með 250.000 fylgjendur, lýsti þessu svona: „Misheppnað tilræði við forseta Rússlands. Þyrlan, sem flutti forsetann, var skotmark úkraínskra dróna þegar hann heimsótti Kúrsk.“

Úkraínskir fjölmiðlar og Newsweek lýstu þessu á sama hátt og höfðu þetta eftir rússneskum herforingja.

Spurningin er hins vegar hvort árásin beindist að Pútín og hvort Úkraínumenn vissu að hann var um borð.

Rússneskum loftvarnarsveitum tókst að sögn að koma í veg fyrir árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast