fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Skipstjóri fyrir vestan var dreginn fyrir dóm eftir að skipið hans strandaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ákærði í fyrrahaust skipstjóra fyrir brot á siglingalögum eftir að hann hafði siglt fiskiskipi í strand. Var hann sakaður um yfirsjón og vanrækslu vegna þess að hann hafi litið af stefnu bátsins í stutta stund þegar hann hugðist stýra bátnum inn í höfnina á Hólmavík, auk þess sem hann hægði ekki á ferð bátsins tímanlega, með þeim afleiðingum að hann sigldi skipinu á um 9 mílna sjóferð upp í grjótgarð, norðanvert við innsiglinguna inn í höfnina, þar sem skiptið festist og þurfti að draga það af strandstað, að því er segir í ákæru.

Fyrir Héraðsdómi Vestfjarða bar maðurinn því við að skyndileg snjóhríð, sem hafi brostið á þegar siglt hafi verið inn að Hólmavíkurhöfn, hafi byrgt honum sýn. Auk þess þetta: „Þá hafi innsiglingarbauja rétt utan við höfnina lýst sama ljósi og með sömu tíðni og innsiglingarljósið í hafnarmynninu á stjórnborða og því hafi ákærði mátt ætla að hann væri kominn inn fyrir hafnarmynnið. Innsiglingarbaujan hafi verið fjarlægð frá því að strandið átti sér stað.“

Í yfirheyrslu lögreglu rétt eftir strandið sagði skipstjórinn að hann hefði litið af stefnu bátsins eitt augnablik. Dómari segir hins vegar að yfirheyrslan, sem tók rúmar fjórar mínútur, hafi verið of ónákvæm og takmörkuð. Þannig hafi skipstjórinn verið upplýstur um að hann hefði stöðu sakbornings en honum hafi ekki verið kynnt sakarefni. Ennfremur hafi ekki verið upplýst í skýrslunni né öðrum gögnum staðfestur siglingarhraði bátsins er strandið varð og því séu fullyrðingar um 9 sjómílna hraða í ákæru ósannaðar. „Var að mati dómsins fullt tilefni til að afla frekari gagna um þetta atriði enda hefðu þau getað veitt tilefni til ályktana um það hvort ákærði gætti eðlilegrar árvekni við skipstjórnina,“ segir í dómnum.

Varðandi þau atriði að skipstjórinn játaði í lögregluyfirheyrslu að hafa litið af stefnu bátsins og atriði honum til málsvarnar, eins og um veðurfar og villandi siglingaljós, hafi fyrst komið fram við aðalmeðferð málsins, segir í dómnum: „Enda þótt þessar skýringar ákærða, þ.e. um samspil skyndilegra veðrabreytinga og villandi innsiglingarljósa, hafi fyrst komið fram við aðalmeðferð málsins verður að mati dómsins að horfa til þess að fyrrnefnd framburðarskýrsla af honum var tekin skömmu eftir atvikið en telja verður eðlilegt að menn séu í nokkru uppnámi eftir skipstrand. Framburður ákærða getur jafnframt á þessari stundu hafa litast af þeirri viðleitni að taka ábyrgð á atvikinu sem skipstjóri bátsins en eins og áður segir hafði hann engar upplýsingar fengið um sakarefnið.“

Segir í dómnum að hnökrar hafi verið á rannsókn málsins hjá lögreglu og ekki sé hægt að slá því föstu með nægilegri vissu að ástæður skipsstrandsins megi rekja til yfirsjóna og vanrækslu skipstjórans.

Var hann því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins. Málsvarnarlaun verjanda hans, rúm ein milljón króna, greiðast úr ríkissjóði.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ