fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fyrrum yfirmaður CIA telur að Pútín muni næst gera innrás í þetta NATO-ríki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. maí 2025 08:30

Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Petraeus, fyrrum hershöfðingi og yfirmaður CIA, telur að Litháen verði næsta skotmark Vladimir Pútín ef Rússar ná fram markmiðum sínum í Úkraínu. Þetta kom fram í máli Petraeus á ráðstefnu í London en hann telur að Pútín gæti reynt á samstöðu NATO-ríkja með því að gera árásir á Eystrasaltsríkið.

Petraeus, sem stýrði herafla Bandaríkjanna í Írak og Afganistan, var harðorður í garð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að fara mjúkum höndum um Pútín. Þá gagnrýndi hann einnig forvera hans í embætti, Joe Biden, fyrir að draga lappirnar í stuðningi sínum við Úkraínu. Úkraínumenn hefðu fengið of litla aðstoð og biðin eftir henni hefði verið of löng.

„Þetta er búið að vera erfitt fyrir Úkraínumenn. Þeir hafa þurft að biðja um hjálp, bíða og svo segjum við nei. Síðan segjum við kannski og að endingu fá þeir aðstoðina,“ sagði Petaeus.

Þá gagnrýndi hann einnig Breta fyrir að hafa neitað að færa Úkraínumönnum svokallaðar klasasprengjur líkt og Bandaríkjamenn gerðu og þótti það afar umdeild ákvörðun. Hafa verið bannaðar í hernaði í flestum lýðræðisríkjum um langt skeið en Petraeus sagði að ef Úkraínumenn hefðu fengið meira af slíkum sprengjum hefði það haft mikinn fælingamátt á Rússa. Áhlaup rússneska hersins hefðu þá kostað of mörg mannslíf í mörgum tilvikum, jafnvel á mælikvarða Rússa.

Fullyrti Petraeus að markmið Rússa væri að velta Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, úr sessi og koma manni í embættið sem væri hliðhollur Rússum. Þá væri Pútín kominn með öll tök á Úkraínu. „Eftir það munu Rússar beina sjónum sínum að Eystrasaltsríkjunum. Litháen hefur oft borið við góma í ræðum Pútín og við hefðum átt að leggja betur við hlustir,“ sagði Petraeus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast