fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. maí 2025 10:00

Konan var handtekin á flugvellinum í Glasgow. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri var handtekin á flugvellinum í Glasgow með mikið magn kannabisefna. Hún var að koma úr flugi frá Íslandi og reyndi að skilja töskuna eftir á flutningastöð.

Blaðið The Daily Record greinir frá þessu.

Konan heitir Shauna Eburne og er 54 ára gömul. Hún var handtekin þann 25. febrúar síðastliðinn með mikið magn kannabisefna, með götuverðmæti upp á 89 þúsund pund eða rúmar 15 milljónir króna.

Hún hafði flogið til Glasgow frá Keflavík en þaðan hafði hún flogið frá Toronto í Kanada. Hún komst í gegnum flugið en skildi töskuna með efnunum eftir á flugvellinum. Síðan tók hún leigubíl í miðborg Glasgow, kom svo aftur á flugvöllinn og tilkynnti um týndan farangur.

Maðkur í mysunni

Starfsfólk flugvallarins hafði fundið töskuna en fannst þetta grunsamlegt. Enda veldur farangur án eiganda ávallt hræðslu á flugvöllum. Taskan var sett í gegnum röntgen og þá kom í ljós að það var maðkur í mysunni.

„Fulltrúar opnuðu töskuna og fundu mikið magn af lofttæmdum pakkningum með grænu efni,“ sagði Michael Cunningham lögreglufulltrúi. Taskan var merkt frú Eburne og það sást að hún hafði verið að koma frá Íslandi. „Alls fundust 45 pakkningar sem voru prófaðar og reyndust innihalda kannabis.“

Frú Eburne var handtekin eftir að hún kom aftur á flugvöllinn og flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. Hún neitaði sök í málinu. „Ég vissi ekkert hvað var í töskunni, ekki hugmynd, mér var bara sagt að sækja þetta,“ sagði hún. Síðar játaði hún á sig vörslu og smygl efnanna til Bretlands. Kannabis er flokkað sem B-klassa fíkniefni þar í landi. Alls fundust 23,46 kíló af kannabis í fórum konunnar. Götuverðmætið er talið vera 89.148 pund, það er 3.800 pund á hvert kíló.

Shauna Eburne hefur verið dæmd sek í málinu. Refsing hennar verður hins vegar ákveðin þann 30. júní næstkomandi. Þangað til verður hún vistuð í fangelsinu í Greenock.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast