fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flest­ir eru þarna af heil­um hug og eru að reyna ná sér í at­vinnu­rétt­indi á Íslandi,“ seg­ir Sigurður Steinsson, forsvarsmaður Ökuskólans í Mjódd, í samtali við Morgunblaðið í dag en skólinn annast próftöku og kennslu vegna leigubílstjóranáms.

Fjallað var talsvert um þessi mál í fyrra þegar fréttir bárust af því að svindlað væri í prófum þar sem menn máttu taka með sér síma í þau. Bar á því að menn tóku myndir af prófinu, sendu þær svo út í bæ og fengu rétt svör send til baka.

Nú eru símarnir bannaðir og stendur nemendum til boða að taka harkaraprófin svokölluðu á íslensku eða ensku þó öll kennsla fari fram á íslensku.

„Nú eru engir símar leyfðir í prófunum, menn setja símana sína í kassa þegar þeir ganga inn í prófið,“ segir Sigurður við Morgunblaðið og bætir við að útlendingar sem sækja námskeiðin séu fæstir vel mæltir á ensku og velji að undirbúa sig og taka prófin á íslensku. Ökuskólinn er með nokkur próf í gangi og hrærir í spurningunum þannig að röð þeirra breytist á milli prófa.

Sigurður segir síðan að eitthvað hafi borið á tilraunum til svindls hjá litlum hópi nemenda.

„Starfs­menn okk­ar hafa orðið þess var­ir að menn hafa verið að reyna að senda miða á milli borða, eins og við kannski gerðum þegar við vor­um 10 ára,“ seg­ir hann við Morgunblaðið en tekur fram að einungis lítill hluti nemenda hafi orðið uppvís að því.

„Flest­ir eru þarna af heil­um hug og eru að reyna ná sér í at­vinnu­rétt­indi á Íslandi,“ seg­ir hann við Morgunblaðið sem fjallar um málið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið