Hefði lögreglan ekki verið fljót að umkringja bíl árásarmannsins í Liverpool í kvöld hefði hann líklega verið myrtur.
Fólk reyndi að brjóta sér leið inn í bíl mannsins eftir að hann keyrði niður hóp fólks sem var að fagna meistaraliði Liverpool.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að 53 ára hvítur, breskur karlmaður, sem er frá Liverpool-svæðinu, hafi verið handtekinn vegna gruns um aðild að málinu. Ekki liggur fyrir hvort hann ók bílnum. Lögregla hefur staðfest aldur og uppruna hins handtekna.
View this post on Instagram
„Drepið hann, drepið hann,“ heyrist fólk öskra þegar bílinn hafði stöðvast.
Lögreglan fór svo með árásarmanninn burt á sjúkrabíl þar sem fólk reyndi að komast að honum eins og sjá má hér að neðan.
Liverpool FC. segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að félagið muni styðja við vinnu viðbragðsaðila í einu og öllu og hugur þess sé hjá þeim sem ekið var á.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir eru slasaðir og þá hversu illa og hvort einhverjir eru látnir. Lögregla hefur beðið fólk að vera ekki með getgátur opinberlega um hvað manninum gekk til. Því hefur ranglega verið haldið fram á samfélagsmiðlum að hinn handtekni sé hælisleitandi en lögreglan á svæðinu hefur eins og áður segir staðfest í yfirlýsingu að maðurinn sé Breti og heimamaður, frá Liverpool-svæðinu í þokkabót.
This man on the floor is a HERO who with other good lads of Liverpool tried to stop the horrific car collision, please share this, we need more people like this man and all those who tried to stop the van, prepared to risk their lives to stop others being killed #lfc #Liverpool… pic.twitter.com/WBBGYFAXI7
— Dortie (@24SevenEyes) May 26, 2025