fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 03:15

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Takið foringjann til fanga og drepið alla aðra!“ Svona hljóma skilaboðin frá rússneskum herforingja til herdeildar sinnar sem berst í Úkraínu.

Þetta heyrist á hljóðupptöku, sem var lekið frá rússneska hernum, sem CNN hefur í fórum sínum.

Þessi upptaka er meðal sönnunargagna í rannsókn, sem úkraínskir embættismenn segja að sanni að rússneskir herforingjar og embættismenn gefi hermönnum fyrirmæli um að taka úkraínska hermenn, sem gefast upp, af lífi. Það er brot á alþjóðalögum.

Upptökur frá dróna sýna sex úkraínska hermenn, sem liggja allir á maganum með hendur á höfði sér. Þeir liggja þétt saman á meðan hvítur reykur stígur til himins í kringum þá. Örlög þeirra eru í höndum tveggja rússneskra hermanna sem fá fyrirmæli frá yfirmanni sínum í gegnum talstöð.

„Þú gerir það. Takið foringjann til fanga, til fjandans með hina. Svona á þetta að vera. Takið þann elsta og til fjandans með hina!“

Síðan sjást rússnesku hermennirnir færa einn úkraínsku hermannanna á brott. Því næst eru hinir fimm skotnir til bana af stuttu færi.

Úkraínskur leyniþjónustumaður lét CNN þessa upptöku í té. CNN hefur ekki getað sannreynt að drónaupptaka og hljóðupptakan tengist beint en sérfræðingar segja að upptökurnar passi saman og ekki sé að sjá að átt hafi verið við þær.

CNN segir að rússneskir hermenn hafi staðið á bak við 20 svipuð morð síðan um áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hnífstunga á Húsavík – Einn með talsverða áverka

Hnífstunga á Húsavík – Einn með talsverða áverka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar bæjarstjóra um að kasta íþróttafélögum fyrir rútuna til að bjarga andliti – „Ekki er það nú stórmannlega gert“

Sakar bæjarstjóra um að kasta íþróttafélögum fyrir rútuna til að bjarga andliti – „Ekki er það nú stórmannlega gert“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Rottur á ferli í Grafarvogi – Hafa sést klifra upp veggi fjölbýlishúsa

Rottur á ferli í Grafarvogi – Hafa sést klifra upp veggi fjölbýlishúsa
Fréttir
Í gær

Sindri undrast hörku yfirvalda í garð Oscars – „Þá er þetta bara skrýtið“

Sindri undrast hörku yfirvalda í garð Oscars – „Þá er þetta bara skrýtið“