Það eru yfirgnæfandi líkur á að Caoimhin Kelleher yfirgefi Liverpool í sumar í leit að meiri spiltíma.
Kelleher hefur verið varamarkvörður Liverpool undanfarin ár og staðið sig vel þegar hann hefur komið inn.
Nú vill hann hins vegar taka að sér stærra hlutverk og ljóst er að svo verður ekki á Anfield eftir komu Giorgi Mamardashvili.
„Mér finnst ég vera aðalmarkvörður og að ég sé nógu góður til að spila í hverri viku. Það er eitthvað sem ég ætla mér að gera,“ sagði Írinn er Liverpool fagnaði Englandsmeistaratitli sínum í gær.
„Ég var heppinn á þessari leiktíð að fá að spila nokkra leiki en ég er klárlega að skoða stöðu mína.“