fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Sara Björk segir frá sláandi uppákomu í Sádi-Arabíu – „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út“

433
Mánudaginn 26. maí 2025 12:04

Sara Björk Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir lék með sádiarabíska liðinu Al-Qadsiah í vetur, en eins og flestir vita er mikill menningarmunur þar og á því sem við eigum að venjast.

Sara segir í samtali við Vísi að sér og fjölskyldu hennar hafi almennt liðið vel í Sádí en menningarmunurinn kom bersýnilega í ljós þegar hún fór eitt sinn í stuttbuxum í verslunarmiðstöð.

„Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni (Vilhjálmsson maður hennar) segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ sagði Sara við Vísi.

„Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“

Sara reyndi að stökkva í næstu búð og kaupa sér buxur. „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar.

Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða