fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Rottur á ferli í Grafarvogi – Hafa sést klifra upp veggi fjölbýlishúsa

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. maí 2025 11:30

Íbúar eru hvattir til að hafa augun opin og hurðir lokaðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur sést af rottum á ferli í Grafarvoginum undanfarið. Eru þetta rottur sem eiga uppruna sinn í Gufunesi en eru að flýja vegna framkvæmda.

Umræða um þetta hefur skapast á samfélagsmiðlahópi Grafarvogs. Það er að rottur hafi sést á kreiki, jafn vel að klifra upp veggi fjölbýlishúsa.

„Ég frétti hjá kunningja konu minni sem býr rétt hjá sjoppunni við Gufunesafleggjarann að það væri búið að veiða 4 rottur i þeirri gotu á fáum dögum. Meindýraeyðirinn sagði henni að vegna allra byggingaframkvæmdanna í Gufunesi þá væru þær farnar að leita sér að nýjum heimkynnum,“ segir upphafskona umræðunnar og varar fólk við þessu.

Það hafi meðal annars sést til einnar rottu klifra upp vegg þriggja hæða blokkar nálægt Rimaskóla. Ættu þeir sem búa hvað næst Gufunesinu að vera meðvitaðir um þetta, hafa augun opin og hurðir á heimilum sínum lokaðar.

„Þetta var heldur óskemmtileg reynsla að fá svona stórt kvikindi inn í hús til sín,“ segir hún.

Fleiri nefna að það hafi sést bæði rottur og mýs á ferli í hverfinu.

„Foreldrar mínir búa í Viðarrimanum og sáu rottu þar í síðustu viku. Þau létu Meindýraeyði Reykjavíkur vita,“ segir ein kona.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Í gær

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“