Manchester United hefur ákveðið að losa sig við varnarmanninn Victor Lindelof sem verður samningslaus í sumar.
Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er heldur betur með góða heimildarmenn í knattspyrnuheiminum.
Romano segir að United hafi tekið ákvörðun fyrir helgi um að framlengja ekki samning sænska landsliðsmannsins.
Lindelof var í átta ár hjá United en byrjaði aðeins fimm úrvalsdeildarleiki á þessu tímabili.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hefur Lindelof í raun aldrie náð að vinna stuðningsmenn United á sitt band.