Það er alls ekki víst að Jordan Pickford verði á milli stanganna hjá enska landsliðinu á HM 2026 á næsta ári.
Frá þessu greinir Telegraph en Pickford hefur verið aðalmarkvörður Englands undanfarin sjö ár og rúmlega það.
Pickford er á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki spilað sinn besta leik að margra mati á þessu tímabili.
Samkvæmt Telegraph eru tveir markmenn sem koma til greina sem arftakar Pickford eða þeir Dean Henderson og James Trafford.
Henderson er markvörður Crystal Palace og hefur staðið sig mjög vel í vetur og Trafford er á mála hjá Burnley sem tryggði sér sæti í efstu deild á þessu tímabili.
Trafford átti stóran þátt í því afreki Burnley sem fékk aðeins á sig 16 mörk í 46 leikjum í deildarkeppninni.