Leikmenn Tottenham búast við því að Ange Postecoglou verði ekki við stjórnvölin hjá félaginu á næsta tímabili.
Frá þessu greina enskir miðlar en Daily Mail fjallar á meðal annars um málið – Ange vann í vikunni sinn fyrsta titil með enska liðinu.
Ange og hans menn hafa upplifað ömurlega tíma í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en tryggðu sæti í Meistaradeildinni með sigri á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Ange á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham og samkvæmt Mail þá búast flestir leikmenn Tottenham að eigendur og stjórn liðsins geri breytingar í sumar.
Leikmenn Tottenham eru þó taldir styðja við bakið á Ástralanum sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö tímabil.