Jamie Vardy er nú óvænt orðaður við spænska félagið Valencia.
Hinn 38 ára gamli Vardy er á förum frá Leicester eftir 500 leiki og 200 mörk fyrir félagið.
Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en Vardy skoraði níu mörk í deildinni. Hefur hann sagt að hann vilji spila áfram í bestu deild í heimi.
Framherjinn er þó einnig opinn fyrir ævintýri utan Englands og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og MLS-deildinni vestan hafs.
The Sun segir þó að Carlos Coberan, stjóri Valencia, sé mikill aðdáandi leikmannsins og sjái fram á að geta notað hann í La Liga á næstu leiktíð.