Leandro Trossard er ekki á förum frá Arsenal og mun á næstunni skrifa undir nýjan samning. Þetta kemur fram á BBC.
Hinn þrítugi Trossard hefur undanfarið verið sterklega orðaður frá Arsenal en hann hefur engan áhuga á að fara miðað við nýjustu fréttir.
Núgildandi samningur Trossard gildir til 2027 en þó hafa viðræður um nýjan staðið yfir undanfarið og ganga þær vel.
Trossard hefur verið hjá Arsenal síðan í janúar 2023. Hann hefur ekki alltaf verið fastamaður í byrjunarliðinu en oft stigið upp á stórum stundum fyrir Skytturnar.
Belginn er afar hrifinn af starfi Mikel Arteta hjá Arsenal og hefur til að mynda hafnað gylliboðum frá Sádi-Arabíu til að vera áfram.