fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 14:38

Bassi er þekktur tónlistarmaður og raunveruleikasjónvarpsstjarna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og raunveruleikasjónvarpsstjarnan Bassi Maraj hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra. Það er að hann hafi vafið snúru greiðsluposa um háls bílstjórans og bitið hann í hnakkann.

Mannlíf greinir frá þessu.

Samkvæmt ákærunni átti atvikið sér stað í Bryggjuhverfinu í Árbænum þann 11. febrúar árið 2023. Sagt er að Bassi hafi bitið í hnakka bílstjórans og vinstri öxl, kýlt hann með krepptum hnefa í ennið, tekið hann kverkataki og vafið snúrunni um háls hans.

Hlaut bílstjórinn tognun á hálsi, blæðingu undir slímhúð hægri auga, bitför og mar á hægri öxl og upphandlegg og yfirborðsáverka á háls og vinstri úlnlið.

„Komdu með símann minn eða ég fokking drep þig,“ er Bassi sagður hafa sagt og þar með haft í hótunum við bílstjórann.

Við öryggisleit á lögreglustöðinni í Hverfisgötu hafi lögregla fundið 0,08 grömm af amfetamíni á honum.

Er þess krafist að Bassi verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Leigubílstjórinn gerir einkaréttarkröfu upp á tæpa 1,6 milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum