fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 14:30

Mahmood vill gera efnavönun að skyldu fyrir kynferðisbrotamenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld íhuga nú að taka upp efnavönun gegn kynferðisbrotamönnum og barnaníðingum. Meðal annars til þess að takast á við við offjölgun í breskum fangelsum.

Breska blaðið The Daily Star greinir frá þessu.

Tilraunaverkefni er að hefjast í 20 fangelsum í Bretlandi þar sem kynferðisbrotamönnum verður boðin efnavönun. Það er að taka lyfið cyproterone til þess að lækka testósterónmagn líkamans niður í geldingarmörk.

Lyfið hefur verið notað í fleiri löndum Evrópu, svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Í öllum þessum löndum er meðferðin valkvæð en í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna hefur hún verið skylda.

Með þessari meðferð eigi að draga úr kynhvöt slíkra brotamanna og minnka áhættuna á því að þeir brjóti af sér aftur.

Vilji ráðherrans

Shabana Mahmood, dómsmálaráðherra, er einnig sögð viljug til þess að ganga lengra með málið. Það er að gera efnavönun hluta af refsingu allra kynferðisbrotamanna, nauðgara og barnaníðinga.

„Í of langan tíma höfum við horft fram hjá hættunni sem stafar af kynferðisbrotamönnum og höfum talið lausnirnar of erfiðar eða ógerlegar. Shabana er ekki smeyk við að gera það sem þarf til þess að vernda almenning,“ sagði heimildarmaður Daily Star innan ráðuneytisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar