Víðir Sigurðsson einn fremsti íþróttablaðamaður í sögu þjóðar fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins sem hann varð að svara.
Á síðustu árum hefur umræða um fótbolta breyst eins og annað, reglulega er talað um XG þegar rætt er um fegurstu íþrótt í heimi.
Um er að ræða vænt mörk liðs í leik en það segir þá sögu um hversu mörg og hversu góð færi lið var að skapa sér til að skora.
„Hvað er þetta xG sem alltaf er verið að tala um í fótboltanum?“ spurði gamalreyndur fótboltaáhugamaður á ritstjórninni okkur á íþróttadeildinni,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.
„Víkingarnir hans fengu víst svo mörg dauðafæri gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið að xG þeirra var í kringum 6, sem er sögð vera afar sjaldgæf tala. Við gátum svarað honum því að þarna væri um að ræða „expected goals“, þann fjölda marka sem viðkomandi lið hefði átt að skora í leiknum miðað við marktækifærin.“
Til að útskýra hlutina betur þá er vítaspyrna reiknað út sem 0,75 XG. Ástæðan fyrir því að í gegnum tíðina hefur verið skorað úr 75 prósentum vítaspyrna.
Félagi Víðis tók þá til máls. „Samverkamaður sem er fróðari um málið en ég útskýrði nánar að 1 væri mark úr algjöru dauðafæri. Í fyrrakvöld skoraði Manchester City-maðurinn Omar Marmoush stórglæsilegt mark af 30 metra færi og það var svo erfitt færi að xG mun hafa verið 0,01. Í sama leik skaut Kevin De Bruyne í þverslá af markteig fyrir galopnu marki og þar var xG sagt vera 0,93 því að hann hefði átt að skora.“
Víðir heldur svo áfram og gantast aðeins með hlutina. „Þetta verður skoðað og útskýrt betur. En það er eins gott að ekki var búið að finna upp xG þegar Danir lögðu Íslendinga 14:2 fyrir 58 árum.“