fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“

433
Fimmtudaginn 22. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson einn fremsti íþróttablaðamaður í sögu þjóðar fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins sem hann varð að svara.

Á síðustu árum hefur umræða um fótbolta breyst eins og annað, reglulega er talað um XG þegar rætt er um fegurstu íþrótt í heimi.

Um er að ræða vænt mörk liðs í leik en það segir þá sögu um hversu mörg og hversu góð færi lið var að skapa sér til að skora.

„Hvað er þetta xG sem alltaf er verið að tala um í fót­bolt­an­um?“ spurði gam­al­reynd­ur fót­bolta­áhugamaður á rit­stjórn­inni okk­ur á íþrótta­deild­inni,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.

„Vík­ing­arn­ir hans fengu víst svo mörg dauðafæri gegn Stjörn­unni á mánu­dags­kvöldið að xG þeirra var í kring­um 6, sem er sögð vera afar sjald­gæf tala. Við gát­um svarað hon­um því að þarna væri um að ræða „expected goals“, þann fjölda marka sem viðkom­andi lið hefði átt að skora í leikn­um miðað við mark­tæki­fær­in.“

Til að útskýra hlutina betur þá er vítaspyrna reiknað út sem 0,75 XG. Ástæðan fyrir því að í gegnum tíðina hefur verið skorað úr 75 prósentum vítaspyrna.

Félagi Víðis tók þá til máls. „Sam­verkamaður sem er fróðari um málið en ég út­skýrði nán­ar að 1 væri mark úr al­gjöru dauðafæri. Í fyrra­kvöld skoraði Manchester City-maður­inn Omar Marmoush stór­glæsi­legt mark af 30 metra færi og það var svo erfitt færi að xG mun hafa verið 0,01. Í sama leik skaut Kevin De Bruyne í þverslá af markteig fyr­ir gal­opnu marki og þar var xG sagt vera 0,93 því að hann hefði átt að skora.“

Víðir heldur svo áfram og gantast aðeins með hlutina. „Þetta verður skoðað og út­skýrt bet­ur. En það er eins gott að ekki var búið að finna upp xG þegar Dan­ir lögðu Íslend­inga 14:2 fyr­ir 58 árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“