fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. maí 2025 13:30

Sigurður G. Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður staldrar við áhyggjur íþróttahreyfingarinnar af erlendum veðmálasíðum. Í aðsendri grein á Vísir.is bendir hann á að ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ hafi á dögunum haldið málþing um þetta efni en þar hafi skort umfjöllun um veðmálastarfsemi íþróttahreyfingarinnar sjálfrar.

„Þetta eru Íslenskar getraunir og Íslensk getspá, sem eyða hærri upphæðum í ágengari auglýsingar en nokkur önnur fyrirtæki landsins. Hamast er á þjóðinni alla daga með gylliboðum um mögulegt ríkidæmi með þátttöku í Lottó, Viking lotto og Euro Jackpot. Er þó um 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í síðastnefnda leiknum,“ segir Sigurður og segir íþróttahreyfinguna ausa fé í þessa starfsemi, í formi auglýsingakostnaðar og launa og hlunnina stjórnenda og stjórnarfólks.

Sigurður segir ennfremur:

„Auðvelt er að færa rök fyrir því að hægt væri að skila mun hærri fjárhæðum til íþróttastarfs í landinu með því að leggja þessa starfsemi niður, afnema ríkisvarða einokun á fjárhættuspilum og opna markaðinn með skynsamlegri reglusetningu um gagnsæi í rekstri og skattheimtu sem rynni í sérstakan sjóð.

Með slíku kerfi skuldbinda fyrirtæki sig til að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að beina ekki auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum, einsog Íslensk Getspá og Íslenskar getraunir gera með linnulausum auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum alla daga.“

Sigurður rekur síðan skaðsemi spilakassa sem Rauði krossinn, Landsbjörg og Happdrætti háskólans reka og segir að koma þurfi reglu á þennan rekstur en brýnt sé að láta stærri hluta ágóðans renna í málefnin og minna til stjórnenda veðmálafyrirtækjanna:

„Brýnast er fyrir samfélagið að koma skikki á þennan hluta fjárhættuspila á Íslandi. Samhliða væri skynsamlegt að endurskoða frá grunni fyrirkomulag veðmála og happdrættisleikja með það fyrir augum að tryggja að hærra hlutfall renni til íþrótta- og menningarstarfs fremur en að viðhalda hagsmunum núverandi einokunarfyrirtækja og stjórnenda þeirra.“

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar