„Er þetta bara orðið eðlilegt í morgungöngutúrnum sínum að það liggi hér einhver ónýt gervipjalla! Í guðanna bænum þú sem að fleygðir þessu út um gluggann í Torfufelli! Hafðu sóma þinn í því að setja þetta í ruslið! Er þetta virkilega orðið svona hverfi að maður er hvergi óhultur svona sóðaskap!?“
Segir karlmaður sem gekk frá á hjálpartæki ástarlífsins í morgungöngutúr sínum. Maðurinn birti færsluna í íbúahópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt á Facebook.
Segist hann hafa potað í hlutinn með priki sem hann fann.
„En um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“