fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. maí 2025 07:11

Hafnarfjörður. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír ungir aðilar réðust á ungmenni í hverfi í Hafnarfirði þar sem hann varð fyrir höggum og spörkum ásamt því að vera ógnað með hníf. Málið unnið með barnavernd og foreldrum.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar eftir næturvaktina. Einnig er getið um eftirfarandi atvik:

Tveir menn handteknir í hverfi 104 eftir að hafa hótað manni með hníf og haft af honum fjármuni, mennirnir voru vistaðir í fangaklefa.

Ölvaður ökumaður stöðvaður í hverfi 105 sem reyndist vera undir áhrifum áfengis, maðurinn einnig sviptur ökuréttindum og er um að ræða ítrekaðan akstur undir áhrifum og sviptur ökuréttindum.

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna stöðvaður i hverfi 113, maðurinn einnig án ökuréttinda.

Ölvaður maður missti stjórn á rafmagnshlaupahjóli sínu í hverfi 111 með þeim afleiðingum að hann féll á hjólinu. Maðurinn slasaðist við fallið og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.

Leigubílsstjóri aðstoðaður í hverfi 107 með farþega sem var ofurölvi í bifreiðinni, maðurinn vakinn og fór síðasta spölinn heim til sín fótgangandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum
Fréttir
Í gær

Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“

Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“