Liverpool hefur fengið fyrirspurnir frá Sádí Arabíu í þrjá leikmenn félagsins sem allir hafa verið orðaðir við brotthvarf í sumar.
Sky í Þýskalandi fjallar um þetta en Darwin Nunez framherjinn frá Úrúgvæ er einn þeirra sem Sádarnir vilja.
Diogo Jota frá Portúgal er annar af þeim sem Sádarnir vilja sækja í sumar. Hugur er í Sádunum að eyða peningum í sumar.
Þá vilja lið í Sádí Arabíu fá Luis Diaz kantmann frá. Kólumbíu en hann er 28 ára gamall og óvíst er hvort Liverpool vilji selja hann.
Búist er við nokkrum breytingum á Anfield í sumar en Arne Slot stjóri liðsins virðist vilja hrista upp í hlutunum.