fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

433
Miðvikudaginn 21. maí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson hefur verið í aukahlutverki í upphafi móts með Víkingi í Bestu deildinni. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni í gær.

Varnarmaðurinn gekk í raðir Víkings í sumar og sneri þar með heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku í MLS-deildinni vestan hafs og Noregi.

Róbert meiddist að vísu í fyrsta leik á undirbúningstímabilinu en hefur hann verið á bekknum í öllum sjö leikjum Víkings í Bestu deildinni til þessa og komið tvisvar við sögu í örfáar mínútur.

„Hann fær ekki mínútur. Hann er einn af fimm launahæstu leikmönnum Víkings, ég er nokkuð pottþéttur á því, en Sveinn Gísli er bara búinn að taka stöðuna,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.

„Það verður spurning hvað gerist með hann í glugganum. Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta.“

Róbert er samningsbundinn Víkingi út leiktíðina 2027. Hann er uppalinn í Aftureldingu en lék með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu