Josh Kroenke sem stýrir Arsenal fyrir faðir sinn Stan Kroenke sem er stærsti eigandi félagsins lofar því að taka veskið upp í sumar.
Stuðningsmenn Arsenal vilja fara að fá titla og telja að það þurfi að fá sóknarmenn í raðir félagsins.
Kroenke lofar því að styðja við liðið í sumar. „Við erum að eltast við annað sætið sem yrði þriðja árið í röð okkar hlutskipti, við viljum hins vegar ekkert meira en að vinna deildina,“ segir Kroenke.
„Við ætlum að fjárfesta í sumar og styðja við liðið til að gera betur á næstu leiktíð.“
Arsenal var aldrei með í titilbaráttu í vetur en var nálægt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildinnar en tapaði í undanúrslitum.