fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“

433
Mánudaginn 19. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA og mikill stuðningsmaður KR er ósáttur með að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR ætli ekki að verjast þegar þörf er á í leikjum.

Óskar hefur talað mikið í upphafi móts um það að KR muni bara spila sóknarfótbolta og aldrei bakka frá því.

KR tapaði 4-3 gegn Aftureldingu í gær en mikið fjör er í leikjum liðsins.

„Þegar þú spilar frábæran fótbolta eins og KR gerði á köflum í gær, Aron Sig í fyrri hálfleik, ég man ekki eftir að hafa séð svona frammistöðu hjá manni í leik hér heima,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

„Þegar þú spilar svona frábæran fótbolta eins og KR gerði á köflum og komnir í 2-0, þú veist að í fótbolta. Óskar veit meira en flestir um fótbolta, ég hef talað við hann um fótbolta frá 1982. Þú veist að í öllum leikjum þarftu að þjást.“

„Fullt af liðum spila frábæran fótbolta og það gengur vel, þá færðu ekki mörg færi á þig. Hvað er að því að spila frábæran fótbolta en að verjast aðeins líka? Ég vil spyrja Óskar, Hann hringir eflaust í mig á eftir.“

Mikael greip svo í frasa sem Óskar notaði um daginn að detta af hjólinu.

„AF hverju bara leið eitt? Ef barnið þitt dettur af hjólinu, þá verður það að standa upp og hjóla aftur. Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu, það er ekki hægt að detta alltaf aftur af hjólinu. KR er búið að gefa Breiðablik og Aftureldingu fjögur stig og tapa sjálfir fimm stigum, báðir leikir sem þeir eiga að vinna.“

„KR voru stórkostlegir, í stöðunni 3-2 þá vissi ég að KR myndi tapa leiknum. Ég sá í hvað stefndi, sá hvernig varnarleikurinn var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur