Cristiano Ronaldo gæti farið frá Al-Nassr í sumar eftir slakt tímabil liðsins.
Al-Nassr missir af sæti í Meistaradeild Asíu fyrir komandi tímabil og eykur það líkurnar á brottför Ronaldo.
Portúgalinn gekk í raðir Al-Nassr árið 2022 frá Manchester United og hefur hann heldur betur lyft fótboltanum í Sádi-Arabíu upp á næsta stig og fleiri stjörnur fylgt þangað í kjölfarið.
Ronaldo verður samningslaus í sumar og gæti leitað annað á frjálsri sölu. Hann er orðinn fertugur en virðist hvergi nærri hættur.