Emiliano Martinez var tárvotur er hann veifaði stuðningsmönnum Aston Villa eftir síðasta heimaleik tímaibilsins um helgina. Hann er sagður á förum.
Martinez gekk í raðir Villa árið 2020 og hefur heilt yfir verið frábær fyrir liðið. Hann er með samning í fjögur ár til viðbótar en hann virtist vera að kveðja Villa Park um helgina.
Nú segja miðlar í heimalandi hans, Argentínu, að markvörðurinn sé á óskalista bæði Barcelona og Manchester United fyrir sumarið.
United kaupir sennilega markvörð í sumar eftir dapurt gengi Andre Onana milli stanganna. Marc-Andre ter Stegen og Wojciech Szczesny eru þá á mála hjá Börsungum.