Everton 2 – 0 Southampton
1-0 Iliman Ndiaye(‘6)
2-0 Iliman Nidaye(’45)
Everton vann næst síðasta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti versta liði vetrarins, Southampton.
Southampton hefur hingað til aðeins unnið tvo leiki í efstu deild og er á botninum með 12 stig eftir 37 leiki.
Everton hefur litlu að keppa nema stoltinu og gat fagnað sigri fyrir framan stuðningsmenn sína í dag á lokaleiknum á Goodison Park.
Þeir bláklæddu munu færa sig um set næsta vetur og mun kvennalið félagsins notast við þennan goðsagnakennda heimavöll.
Everton er í 13. sæti deildarinnar með 45 stig, fjórum stigum á eftir Crystal Palace sem er sæti ofar.