Ruben Amorim, stjóri Manchester United, bætti ansi vont met á föstudag er hans menn spiluðu við Chelsea í London.
United hefur engu að keppa í ensku úrvalsdeildinni og tapaði 1-0 en getur enn komist í Meistaradeildina með sigri á Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Amorim hefur nú mistekist að vinna í átta úrvalsdeildarleikjum í röð – eitthvað sem enginn stjóri í sögu United hefur gert í sögu deildarinnar.
Goðsögninni Sir Alex Ferguson mistókst að vinna í sjö leikjum í röð árið 1992 en Amorim er nú kominn í átta leiki.
Louis van Gaal er í þriðja sætinu með sex leiki án sigurs og þá eru Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær báðir með fimm.
Amorim tók við United í nóvember af Erik ten Hag en gengi liðsins hefur alls ekki batnað undir hans stjórn.