Það er mikið í húfi fyrir Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, fyrir leik sinna manna gegn Manchester United í Evrópudeildinni.
Um er að ræða úrslitaleikinn sjálfan en bæði lið hafa spilað illa í deild í vetur og geta komist í Meistaradeildina með sigri í þessum eina leik.
Samkvæmt enskum miðlum fær Ange 350 milljónir króna eða um tvær milljónir punda ef Tottenham vinnur þennan leik.
Það er engin smá upphæð fyrir þennan ágæta Ástrala sem verður mögulega látinn fara ef hans menn tapa viðureigninni.
Ange fær einnig samning sinn greiddan upp ef hann verður rekinn en sú upphæð er töluvert minni en þessar tvær milljónir.