Cristiano Ronaldo er lang ríkasti íþróttamaður heims en hann spilar með Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo gerir meira en að spila fótbolta en hann á nokkur hótel í heimalandi sínu Portúgal og er mikið í auglýsingum um allan heim.
Enginn íþróttamaður kemst nálægt Ronaldo þegar kemur að árslaunum en þetta kemur fram í lista Forbes.
Stephen Curry, körfuboltamaður, er annar á listanum en hann þénar 156 milljónir dollara á ári í samanburði við 275 milljónir Ronaldo.
Tveir aðrir fótboltamenn komast á listann en það eru Lionel Messi hjá Inter Miami sem fær 135 milljónir og þá Karim Benzema sem er einnig í Sádi Arabíu og fær 104 milljónir á ári.
LeBron James, einn besti ef ekki besti körfuboltamaður sögunnar, er í sjötta sætinu á þessum lista og þénar 133 milljónir.