fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. maí 2025 15:30

Rushdie missti auga eftir árás í Bandaríkjunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 27 ára gamli Hadi Matar hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi af dómstóli í New York fyrir hættulega hnífaárás á rithöfundinn Salman Rushdie. Árásin átti sér stað í ágúst 2022 þegar Rushdie var uppi á sviði í miðjum fyrirlestri í stórborginni.

Sjá einnig: Salman Rushdie stunginn ítrekað

Matar ruddist upp á sviðið og réðst fyrirvaralaust á Rushdie og stakk hníf ítrekað í andlit og háls rithöfundarins. Rushdie var heppinn að lifa árásina af en hann missti annað auga sitt auk þess sem hann varð fyrir margvíslegum öðrum meiðslum.

Árásin átti sér stað 35 árum eftir að umdeild bók Rushdie, Söngvar Satans, kom út en bókin olli miklum usla meðal múslima og var Rushdie meðal annars lýstur réttdræpur af æðsta klerk Írans, Ruholla Khomeini, árið 1989.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“