Raul Asencio varnarmaður Real Madrid er í hópi fjögurra karlmanna sem sakaðir eru um það að dreifa barnaklámi.
Asencio er 22 ára gamall og er í stóru hlutverki hjá Real Madrid en hinir þrír sem eru sakaðir um sama brot voru með honum í unglingaliði Real Madrid.
Ferran Ruiz, 22, Andres Garcia, 22, og Juan Rodriguez, 23 ára eru allir sakaðir um sama hlut.
Þeir eru sakaðir um að hafa viljandi dreif klámi af fólki sem þeir höfðu komist yfir þar á meðal var barnaklám.
Þeir voru allir handteknir árið 2023 þar sem móðir 16 ára stúlku kvartaði til lögreglu þar sem dóttir hennar var á einu myndbandinu.
Málið er nú á leið fyrir dómstóla og gæti Asencio átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi.