En þessi taktík hans hefur reynst hafa ákveðna ókosti sem koma í bakið á Pútín.
Þrátt fyrir að margir fanganna, sem hafa látið þessi gylliboð heilla sig, snúi ekki heim frá vígvellinum, þá gera sumir það og þeir koma heim með ofbeldið frá vígvellinum. Washington Post skýrir frá þessu.
Miðillinn segir að samkvæmt tölum rússneska miðilsins Vyorstka hafi að minnsta kosti 196 Rússar verið drepnir og 558 særðir alvarlega af hermönnum, sem hafa snúið heim frá Úkraínu. Meirihluti morðanna var framin af fyrrum föngum en 76 morð voru framin af hermönnum sem hafa aldrei setið í fangelsi. Vyorstka segir að talið sé að morðin séu mun fleiri.
Washington Post segir að ofbeldisverk séu mjög algeng í Rússlandi og að almennt séð fari ofbeldisverkum fjölgandi í landinu.
Á síðasta ári skráði innanríkisráðuneytið 617.301 ofbeldismál. Til samanburðar má nefna að 2017 voru skráð ofbeldismál 437.300.
Ein af ástæðunum fyrir aukningunni er að mati sérfræðinga að hermönnum stendur engin sálfræðiaðstoð til boða eftir að þeir snúa heim.