fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 10:21

Þetta er svakaleg veðurspá.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spáð algjörri bongóblíðu á nær öllu landinu um helgina en líklega verður hvergi hlýrra en á Egilsstöðum þar sem hitinn á laugardag gæti farið í 26 stig í glampandi sól.

Það er ekki oft sem Íslendingar geta notið þess að vera í meiri hita heima hjá sér en til dæmis á Tenerife en ef veðurspár ganga eftir mun það rætast á laugardag. Þannig gerir norska veðurstofan, YR, ráð fyrir því að hitinn á Tenerife á laugardag muni hæst fara í 24 gráður.

Það verður víðar en á Egilsstöðum bongóblíða eins og að framan greinir; á Akureyri er spáð 20 stiga hita og sól, 18 gráðum á Húsavík, 16 gráðum í Reykjavík og 19 gráðum á Hólmavík.

Á sunnudag og mánudag er áfram gert ráð fyrri mjög góðu veðri um nær allt land; á Egilsstöðum er spáð 24 stiga hita á sunnudag og á Akureyri um 20 gráðum. Í Reykjavík verða svo um 15 gráður en heldur skýjaðra en fyrir norðan. Á mánudag gæti hitinn svo farið yfir 20 gráður fyrir norðan og austan en á suðvesturhorninu verða 17 gráður og sól.

Hér má kynna sér veðurspá næstu daga á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast