Sunderland og Sheffiled United munu leika til úrslita um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir dramatískan sigur fyrrnefnda liðsins á Coventry í kvöld.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum umspils B-deildarinnar, en þeim fyrri lauk með 1-2 sigri Sunderland.
Það stefndi í að leikurinn í kvöld færi í vítaspyrnukeppni eftir mark Ephron Mason-Clark á 76. mínútu en í blálok framlengingar jafnaði Daniel Ballard fyrir Sunderland og kom þeim áfram.
Sheffield United vann Bristol City ansi örugglega í hinu undanúrslitaeinvíginu og mætir Sunderland því í úrslitaleiknum þann 24. maí.
Sheffield United féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og getur komist beint upp en Sunderland hefur ekki verið þar síðan tímabilið 2016-2017 og upplifað tímana tvenna síðan.