fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 09:00

Vaalimaa landamærastöðin á landamærum Rússlands og Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stafar ógn af Rússlandi og mun gera í framtíðinni. Þetta segir yfirmaður sænska hersins en sænski herinn fylgist vel með þróun mála.

Nýjar gervihnattarmyndir sýna að Rússar virðast vera að bæta við herafla sinn á mörgum stöðum við landamæri Rússlands að Finnlandi og Noregi.

Til dæmis eru þeir búnir að koma herþyrlum fyrir í um 180 km fjarlægð frá finnsku landamærunum og 110 kílómetra frá þeim norsku að sögn Sænska ríkistúvarpsins, SVT.

SVT hefur eftir Michael Claesson, yfirmanni sænska hersins, að herinn fylgist vel með því sem rússneski herinn gerir á svæðinu. Hann sagði að í hans huga stafi raunveruleg ógn af Rússlandi og muni gera um ókomna framtíð.

Finnar gengu í NATÓ 2023 og Svíar 2024.

NATÓ er að taka nýjar höfuðstöðvar í notkun í finnska hluta Lapplands og er reiknað með að sænskir hermenn verði staðsettir þar auk hermanna frá öðrum NATÓ-ríkjum.

Claesson sagði að uppbygging Rússa við landamærin sé í takt við fyrri yfirlýsingar þeirra því þegar Svíar og Finnar sóttu um inngöngu í NATÓ hafi Rússar sagt að þeir myndu grípa til aðgerða vegna þess og það sé það sem þeir hafi nú gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu