Ruben Amorim stjóri Manchester United lét hafa eftir sér á sunnudag að hann íhugi að segja upp starfi sínu ef gengi United fer ekki að lagast.
Amorim hefur gert vel í Evrópudeildinni en gengið í deildinni hjá Amorim hefur verið hrein hörmung.
Veðbankar í Englandi segja að Jose Mourinho sé líklegastur til að taka við United ef Amorim segir starfinu lausu.
Mourinho stýrði United frá 2016 til 2018 en hann var þá rekinn úr starfi og Ole Gunnar Solskjær tók við.
Mourinho er í dag stjóri Fenerbache en hann er á sínu fyrsta tímabili í Tyrklandi.