fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. maí 2025 08:35

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti hluti þingflokks Samfylkingarinnar kýs að mæta ekki í viðtalsþáttinn Spursmál á Mbl.is. Þessu heldur þáttastjórnandinn, Stefán Einar Stefánsson, fram í nýjasta þætti Spursmála og segist hann hafa það staðfest að Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, sé sá sem hafi búið svo um hnútana. Þá er því einnig haldið fram að framkvæmdastjórinn hafi hvatt þingmenn annarra flokka einnig til að hunsa þáttinn.

„Og ég verð að viðurkenna að mér finnst það hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt. Ég skil ekki þingmennina þó ég kunni að skilja Þórð Snæ persónulega,“ segir Stefán Einar í þættinum.

Hann veltir því svo upp hvort að Þórður Snær sé að hefna sín fyrir atlögu sem gerð var að honum í þætti Spursmála skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá gróf Stefán Einar upp gamlar bloggfærslur, sem vart þoldu dagsljósið, og spurði Þórð Snæ, sem þá var í framboði fyrir Samfylkinguna, út í þær.

Í kjölfarið kom í ljós að skrifin voru mun umfangsmeiri en greint var frá í þættinum og vöktu þau mikla hneykslan. Að endingu gaf Þórður Snær út yfirlýsingu þess efnis að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi ef hann yrði kjörinn á þing, sem síðar raungerðist.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greint er frá vandræðum Stefáns Einars við að fá til sín viðmælendur. Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða hækkun veiðigjalda spurði Andrés Magnússon, vopnabræðir Stefáns Einars, valkyrjurnar þrjár, Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, á blaðamannafundi hvers vegna enginn hefði viljað standa fyrir svörum varðandi hækkunina í Spursmálum.

Kristrún var til svars og sagði að málið yrði brátt tekið fyrir í þinginu og þar yrði boðið upp á samráð sem og að koma athugasemdum á framfæri. Þá sagðist hún ekki vera með skýringu á reiðum höndum hvers vegna enginn hefði viljað mæta til Morgunblaðsins.

Nú virðist Stefán Einar hins vegar sannfærður um hver beri ábyrgð á mætingarleysinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“