fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 20:39

Kai Rooney heldur á fánanum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United getur ekki sætt sig við að vera annað eða þriðja besta lið Englands að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Wayne Rooney.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Man Utd í ensku úrvalsdeildinni en hann lagði skóna á hilluna fyrir þónokkru síðan.

Man Utd hefur verið í töluverðri lægð síðustu ár og þetta tímabil í deild hefur verið fyrir neðan allar hellur þó liðið sé komið í úrslit Evrópudeildarinnar.

Rooney þekkir það vel að vinna titla með félaginu sem situr í dag í 15. sæti deildarinnar eftir 35 leiki.

,,Manchester United þarf að vera topp eitt, ekki topp þrjú. Það er það sem stuðningsmennirnir heimta frá þér og það sem félagið heimtar,“ sagði Rooney og vill því alvöru viðsnúning næsta vetur.

,,Auðvitað eru þeir að ganga í gegnum erfiða tíma en ekki misskilja hlutina, þetta er félag sem þarf að vinna stóru titlana.“

,,Þeir þurfa að vinna titla og það er pressan sem fylgir því að spila og vinna fyrir Manchester United. Þeir þurfa að finna beinu brautina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fabregas eða Ten Hag?

Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Í gær

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Í gær

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn