Andre Onana er víst tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu hjá Manchester United og er ekki að horfa á það að yfirgefa félagið.
Frá þessu greina nokkrir enskir miðlar en Onana hefur verið mikið gagnrýndur eftir komu á Old Trafford.
Þessi 29 ára gamli Kamerúni er orðaður við endurkomu til Ítalíu og eru einnig lið í Sádi Arabíu að sýna honum áhuga.
United er talið vera að horfa á Vanja Milinkovic-Savic fyrir næsta tímabil en hann er á mála hjá Torino.
Onana er þó ekki búinn að gefast upp samkvæmt þessum fregnum og mun vilja spila á Old Trafford næsta vetur.