fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Hún borðaði af appelsínugula disknum en gestirnir fengu öðruvísi diska – Þeir dóu en hún ekki

Pressan
Mánudaginn 12. maí 2025 03:15

Hún bauð upp á Wellingtonsteik. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum eru afbrot svo óhugnanleg og athyglisverð að heilu þjóðirnar staldra við og fylgjast með því sem gerist. Það á svo sannarlega við um morðmál sem er nú til meðferðar hjá dómstóli í Ástralíu.

Erin Patterson, sem er fimmtug, er fyrir dómi ákærð fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína og eina manneskju til með því að eitra fyrir þeim. Notaði hún eitraðan svepp sem hún setti í matinn þeirra þegar hún bauð þeim í mat.

Þetta átti sér stað sumarið 2023. Miklar umræður og vangaveltur voru um málið frá því að það komst í hámæli enda ekki á hverjum degi sem eitrað er fyrir matargestum. Veltu sumir því fyrir sér hvernig eitraðir sveppir hefðu getað endað á matardiskum fólksins.

Ekki hefur dregið úr vangaveltum og umræðum eftir að réttarhöldin hófust því mörg atriði, sem ekki hafði heyrst um áður, hafa komið fram þar og hafa þau ekki orðið til þess að draga úr áhuga fólks á málinu.

Þetta eru atriði á borð við upplogna krabbameinsgreiningu, diska í sérstökum litum og velskipulagða heimsókn á McDonalds.

Upphafið

En áður en lengra er haldið er rétt að rifja málið aðeins upp. Miðpunktur þess er nautalund, vafinn inn í smjördeig, svokölluð Wellingtonsteik, sem fyrrgreind Erin bar á borð fyrir gesti sína í litla ástralska bænum Leongatha, sem er nærri Melbourne, í lok júlí 2023.

Hún hélt sig ekki alveg við uppskriftina þegar hún útbjó steikina því í stað þess að nota venjulega matsveppi, notaði hún eitraða sveppategund. Voru sveppirnir settir í lagið á milli smjördeigsins og nautalundarinnar.

Hún hafði boðið tengdaforeldrum sínum og vinum í mat en sendi börnin sín á McDonalds. Eiginmaður hennar boðaði forföll en þau voru skilin að borði og sæng.

Matarboðið tókst vel en þegar gestirnir komu heim fengu þeir niðurgang og mikla magaverki. Eitrið í sveppnum ræðst á lifrina og er þessi eitrun mjög erfið viðureignar og endar oft með dauða.

Það gerðist einmitt í þessu máli því tengdaforeldrarnir létust sem og einn gestur til viðbótar. Lifur fjórða gestsins eyðilagðist.

En Erin slapp hins vegar algjörlega ósködduð frá þessu öllu.

Fljótlega eftir matarboðið fór fréttin um það eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og stóra spurningin sem brann á vörum flestra var:

Var þetta eitthvað meira en bara óhapp?

Málið var eiginlega eins og hannað fyrir „true crime“ hlaðvarp og hægindastólssérfræðingar í þúsundatali létu ekki sitt eftir liggja við að leysa málið í færslum á samfélagsmiðlum.

Í upphafi taldi lögreglan að um hörmulegt óhapp hefði verið að ræða en eftir því sem vikurnar liðu, beindust sífellt meiri grunsemdir að Erin og frásögn hennar var ekki til þess fallin að beina grunsemdunum frá henni.

Til dæmist sagðist hún ekki muna hvar hún hefði keypt sveppina. Þurrkvélin, sem hún notaði þegar hún tíndi sveppi, endaði skyndilega á ruslahaugunum. Ekki bætti það stöðu hennar að eiginmaður hennar sakaði hana um að hafa ítrekað reynt að eitra fyrir sér.

Spurningin var því hvort Erin hefði viljandi sett sveppina í matinn?

Fjórum mánuðum eftir matarboðið örlagaríka komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að það hefði hún kannski gert. Hún var því handtekin í byrjun nóvember 2023, grunuð um morð.

Eins og áður sagði, þá er málið nú fyrir rétti og almenningur fær í fyrsta sinn að heyra hvað vitni málsins segja um atburðarásina.

Ástralskir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru því stútfullir af fréttum af réttarhöldunum og vangaveltum um eitraða matinn og auðvitað um Erin.

Meðal þess sem ABC, The Age og Sky News Australia hafa skýrt frá úr réttarhöldunum er framburður vitna.

Presturinn Ian Wilkinson, lifði eitrunina af eftir að hafa fengið nýja lifur á síðustu stundu en hann var í bráðri lífshættu vegna eitrunarinnar. Hann er sá eini, að Erin frátalinni, sem lifði matarboðið af.

Honum var boðið í mat því eiginkona hans var systir tengdamóður Erin.

„Erin tók öðruvísi disk og setti á borðið,“ sagði hann fyrir dómi.

Gestirnir vissu að Erin og eiginmaður hennar voru ósátt við hvort annað en vildu samt fara í matarboðið.

„Við vorum ánægð með að vera boðin. Það var eins og samband okkar við Erin væri að batna,“ sagði Ian fyrir dómi og bætti við að Erin hafi útbúið matinn í eldhúsinu og hafi afþakkað boð kvennanna tveggja um aðstoð.

„Hver gestur fékk skammtað á diskinn sinn. Þetta minnti mjög á vínarbrauð. Þetta var smjördeigshulstur og þegar maður skar í það var nautakjöt og sveppir,“ sagði hann.

Hann sagði að Erin hafi borði matinn á borð fyrir þau á gráum diskum nema hvað hún fékk appelsínugulan disk.

„Erin tók diskinn, sem var öðruvísi, og setti á borðið, við sætið sitt,“ sagði Ian og bætti við að eiginkona hans heitin hafi tekið eftir að diskur Erin var öðruvísi á litinn. Það sagði hún við hann áður en hún lést.

Hann sagði að þau hafi farið með borðbæn áður en þau byrjuðu að borða og að bæði hann og eiginkona hans hefðu klárað matinn sinn.

Hann tók einnig eftir því að Erin borðaði af diskinum sínum en tók ekki eftir hversu mikið hún borðaði.

Þegar þau höfðu borðað eftirréttinn tók Erin til máls og sagði gestunum að hún hefði greinst með krabbamein. „Á því augnabliki hugsaði ég með mér að þess vegna hefði okkur verið boðið í mat,“ sagði Ian.

Það var ekki fyrr en löngu síðar sem hann komst að því að þetta var uppspuni.

McDonalds

Þegar borðhaldinu var lokið komu börn Erin heim og gestirnir fóru heim. Börnin tvö, sem eru á grunnskólaaldri, höfðu verið á McDonalds og í bíó á meðan móðir þeirra var með gesti.

Níu ára dóttir Erin sagði, í myndbandsupptöku sem var leikin fyrir rétti, að móðir hennar hefði verið með magaverki um nóttina og hafi þurft að fara oft á klósettið, hafi verið með niðurgang og mikla magaverki.

Erin treysti sér að sögn ekki í kirkju daginn eftir vegna magaverkja og var heima með börnunum og spilaði við þau.

Börnin fengu afgang af matnum frá deginum áður og Erin borðaði smávegis af Wellingtonsteikinni.

Þegar þarna var komið við sögu var byrjað að leggja gestina inn á sjúkrahús.

Réttarhöldin hófust 30. apríl og er reiknað með að þau standi í sex vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum