fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. maí 2025 14:30

Skjáskot úr einni auglýsingu SFS þar sem norski leikarinn Jon Øigarden var fenginn til að fara aftur í hlutverk persónu sinnar í þáttunum Exit, sem fjölluðu um siðlausa kaupsýslumenn í Noregi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi fundar ekki oft á laugardögum en í dag fer þó fram þingfundur en dagskrárefnið er aðeins eitt framhald fyrstu umræðu um frumvarp til hækkunar á reiknistofni veiðigjalds. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt frumvarpinu harðlega. Björn Bjarnason fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins tekur undir þau mótmæli og lofar einnig umdeilda auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Björn segir kvartanir yfir auglýsingunum vera væl en minnist þó aðeins á óánægjuraddir ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna og fullyrðir að auglýsingarnar hafi opnað augu almennings.

Opna augun og væl

Frumvarpið er lagt fram af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra en Björn segir, í daglegum pistli á heimasíðu sinni, málið vera lið í því markmiði flokks hennar, Viðreisnar, að veikja stór íslensk útgerðarfyrirtæki svo auðveldara verði að sannfæra þjóðina um að ganga í ESB. Víkur Björn því næst að auglýsingum SFS þar sem varað er eindregið við frumvarpinu:

„Eftir að viðreisnarráðherrarnir kynntu veiðigjaldafrumvarpið og lögðu það fram í samráðsgátt varð uppnám í sjávarsveitarfélögum um land allt. Umsagnir forráðamanna þeirra voru á einn veg, með frumvarpinu væri grafið undan litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum í þessum byggðum. Öflug kynning á þessum sjónarmiðum í auglýsingum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) varð til að opna augu almennings. Þegar atvinnuvegaráðherra Hanna Katrín Friðriksson lagði frumvarpið fram á alþingi sagði hún að við endanlega gerð þess hefði verið tekið tillit til þessara sjónarmiða, skattahækkun á þessi fyrirtæki yrði minni en upphaflega var áætlað.“

Björn bætir því síðan við að kvartanir yfir auglýsingunum séu hreinræktað væl:

„Vikum saman hafa stjórnarsinnar vælt undan auglýsingum SFS og gera það enn. Fréttastofa ríkisútvarpsins tekur undir það væl og segir í fréttum að þrátt fyrir auglýsingarnar sé mikill stuðningur almennings við áform ríkisstjórnarinnar. Ætli ríkisútvarpið eitt græði á þessum auglýsingum? Hefur það svo virkilega engin áhrif að nota það til að miðla þeim? Vælið og árásir á einstaklinga sem komu að gerð auglýsinganna benda til annars. Þær gefa að minnsta kosti áhangendum ríkisstjórnar tilefni til að ræða annað en efni málsins.“

Litið framhjá

Björn kýs hins vegar að líta alfarið framhjá víðtækri óánægju með auglýsingarnar hjá íslenskum almenningi.

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Pálma Gestssyni leikara og Bolvíkingi ofbauð svo auglýsingarnar að hann gerði sitt eigið myndband til að sýna hvernig kvótakerfið hefði leikið heimabæ hans.

Meðal þeirra sem komu fram í einni af auglýsingunum var kona sem kemur úr fjölskyldu sem grætt hefur mjög á kvótakerfinu en þess var í engu getið í auglýsingunni að viðkomandi ætti persónulegra hagsmuna að gæta en væri ekki eingöngu að vara við áhrifum frumvarpsins á heimabæ hennar.

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Björn kýs hins vegar að líta alfarið framhjá hinni víðtæku óánægju með auglýsingarnar utan veggja Alþingis. Greint var frá því í vikunni að samkvæmt skoðanakönnun Maskínu séu tveir af hverjum þremur svarendum óánægðir með auglýsingarnar. Stuðningur við frumvarpið mældist 69 prósent og hafði hækkað frá síðustu könnun fyrirtækisins úr 63 prósentum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“