fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. maí 2025 07:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er í vaxandi mæli farinn að notast við aðferð sem er mikið notuð í Norður-Kóreu og vel þekkt víða í kommúnista- og einræðisríkjum.

Þegar hann kynnti tolla sína, sem hann lagði á nær öll ríki heims, til sögunnar í byrjun apríl hafði hann bifvélavirkja, sem er farinn á eftirlaun, með sér og hrósaði sá stefnu Trump til skýjanna.

Derek Beach, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum hjá stjórnmálafræðideild Árósaháskóla, sagði í samtali við B.T. að popúlistaaðgerðir Trump af þessu tagi séu næstum því á „norðurkóresku stigi“.

„Allt varðandi stefnu hans á að virðast vera einstakt. Forsetinn er lofsamaður á næstum fáránlegu stigi og þetta minnir einna helst á eitthvað úr raunveruleikasjónvarpsþáttum,“ sagði Beach.

Hann sagði erfitt að segja til um hvort þetta virki eða ekki. Það sé háð því hvort fólk horfi á hann út frá sjónarhóli Repúblikana eða Demókrata.

Hann sagðist telja að sérstök ástæða búi að baki því að Trump sé í vaxandi mæli farinn að tengja andlit og einstaklinga við stefnu sína: „Hann vill mynda tengingu við almenning en það fellur vel að hugsjón hans um að pólitísk stefna hans verði að alþýðuhreyfingu.“

Hann sagði einnig að auk þess að falla vel að pólitískri hugmyndafræði Trump um trygga og trúa alþýðuhreyfingu, þá geti þess tenging við almenna borgara tengst persónuleika Trump: „Sérstakur eiginleiki Trump er að hann getur sett upp góða sýningu. Þegar fólk kemur upp á sviðið eða þegar hann bendir á áhorfendur og virðist vera einhver sem þekkir fólkið persónulega, þá er það gert til skemmtunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi
Fréttir
Í gær

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu