Orkuöryggi er hvergi meira en á Íslandi. Ólíklegast er að hér verði rafmagnsleysi líkt og var á Íberíuskaga fyrir skemmstu.
Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var af TRG Datacenters um raforkuöryggi. Tilefnið var hið mikla rafmagnsleysi á Spáni og í Portúgal þann 28. apríl síðastliðinn.
Hvert land fær einkunn byggða á ýmsum þáttum, svo sem hvaðan orkan kemur. Skipti meðal annars máli hversu stór hluti kemur frá vatnsaflsvirkjunum en þær eru taldar öruggari en aðrar.
Ísland er langefst á listanum yfir 79 lönd sem mæld voru. Fær landið einkunn upp á 82,93 en í öðru sæti kemur Noregur með 67,12.
Aðeins fjögur önnur lönd fá hærri einkunn en 50, það er Sviss, Svíþjóð, Nýja Sjáland og Brasilía. Þar á eftir koma Austurríki, Lettland, Frakkland og Ekvador.
„Greiningin sýnir að hrein orka og orkuöryggi fara hönd í hönd. Lönd með góða vatnsaflsvirkjanir sem innviði koma betur til baka,“ sagði talsmaður TRG Datacenters. „Þegar við skiptum yfir í fjölbreyttari orkugjafa eins og vindorku og sólarorku, og samtvinnum þá við geymslu og varaaflstöðvar þá gengur okkur betur að halda mikilvægum innviðum gangandi.“