Bryndís Arna Níelsdóttir, sem er á mála hjá Vaxjö í Svíþjóð, verður frá í töluverðan tíma og missir af EM í Sviss með íslenska landsliðinu.
Félag hennar greindi frá meiðslunum í dag og þjálfarinn sagði svo frá því að EM væri úr sögunni fyrir Bryndísi.
Bryndís er 21 árs gömul og fór til Svíþjóðar fyrir síðustu leiktíð. Hún á að baki sjö A-landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.
EM hefst 2. júlí og er Ísland í riðli með gestgjöfum Sviss, Noregi og Finnlandi.